Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Fimm kylfingar GM í verðlaunasæti í fyrsta Vormóti sumarsins

21.05.2024
Fimm kylfingar GM í verðlaunasæti í fyrsta Vormóti sumarsins

Fimm kylfingar úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar náðu sér í peningaverðlaun á fyrsta Vormóti sumarsins í Leirunni.

Mikil spenna var á Vormót GS sem fram fór í gær á Hólmsvelli í Leiru þar sem að bestu kylfingar landsins mættu til leiks. Fyrsta hring var frestað vegna veðurs og var mótið því 18 holur. Aðstæður voru krefjandi, kalt og 9 m/s. Breytt fyrirkomulag er á þessu fyrsta móti ársins en nú gildir mótið ekki á stigalista en öll mótsgjöld renna beint í peningaverðlaunafé til 25% efstu keppenda, þar á meðal 140.000 kr. fyrir fyrsta sæti.

Auður Bergrún Snorradóttir og Eva Kristinsdóttir voru bestar GM-inga en þær enduðu jafnar í 3. sæti á 78 höggum. Birna Rut Snorradóttir systir Auðar lék einnig vel en hún endaði í 5. sæti á 79 höggum. Sara Kristinsdóttir systir Evu var á 80 höggum og náði síðasta sætinu (6. sæti) sem gaf verðlaun í kvennaflokki. Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði á 72 höggum eða pari vallar.

Í karlaflokki endaði Kristófer Karl Karlsson jafn í 10. sæti á 72 höggum en efstu 14 í karlaflokki fengu verðlaun. Gunnlaugur Árni Sveinsson sigraði á 67 höggum eða 5 höggum undir pari.

Úrslitin má finna hér