Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Fræðslukvöld - Hvað er að vera kylfingur!

13.04.2023
Fræðslukvöld - Hvað er að vera kylfingur!

Ágætu GM félagar.

Við ætlum að halda áfram með fræðslu fyrir okkar félagsmenn sem ber heitir "Hvað er að vera kylfingur".

Næsta námskeið verður haldið þriðjudaginn 18. apríl kl. 20:00 til 21:30 og vonumst svo sannarlega eftir því að það verði fullt á það fræðslukvöld og þá bætum við fleiri kvöldum við :)

Þarna ætlum við að fara yfir þau atriði sem við sem kylfingar þurfum að hafa í huga þegar við spilum golf. Á þessum fræðslukvöldum verður meðal annars farið yfir eftirfarandi atriði:
- Skráning í rástíma og mót.
- Staðfesta komu á vellina okkar.
- Helstu golfreglur.
- Hvernig ber ég mig að út á golfvelli, hvað er gott að hafa í huga þegar ég spila golf!
- Leikhraði.
- Umgengi um glompur.
- Laga boltaför.

Þorsteinn Hallgrímsson GM félagi og fyrrverandi Íslandsmeistari í golfi mun fara yfir það hvernig við berum okkur að úti á golfvelli og Sigurður Geirsson, GM félagi og alþjóðadómari í golfi mun fara yfir helstu golfreglur.

Þessi fræðslukvöld eru hugsuð fyrir alla GM félaga og er það okkar von að sem flest mæti og fræðist um golfíþróttina og hvernig við sem kylfingar högum okkur á golfvellinum. Við viljum sérstaklega hvetja nýliða og þau ykkar sem ekki hafið stundað golf lengi til að mæta og er það okkar von að eftir svona fræðslukvöld verði ykkar upplifun af því að spila golf skemmtilegri :)

Við höfum opnað fyrir skráningu á fyrsta kvöldð inn á sportabler. Skráning á fræðslukvöld

Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.

Hlökkum til að sjá ykkur :)