Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Framboð til stjórnar Golfklúbbs Mosfellsbæjar

10.11.2023
Framboð til stjórnar Golfklúbbs Mosfellsbæjar

Ágætu GM félagar.

Auglýst er eftir framboðum til stjórnar klúbbsins fyrir aðalfund sem áætlað er að halda mánudaginn 4. desember næstkomandi..

Á aðalfundi 2023 verður kosið til eftirfarandi embætta. .
– formanns til eins árs
– þriggja stjórnarmanna til tveggja ára
– fjögurra varamanna til eins árs.

Allir sitjandi stjórnarmenn gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Framboðsfrestur er til og með 15. nóvember næstkomandi.

Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér í stjórnarkjör skulu tilkynna framboð sitt til skrifstofu GM á netfangið golfmos@golfmos.is