Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Framkvæmdir á nýjum teigum á Hlíðavelli

16.11.2022
Framkvæmdir á nýjum teigum á Hlíðavelli

Nú á haustmánuðum hófust framkvæmdir við uppbyggingu nýrra teiga á Hlíðavelli. Núna hafa þrír teigar verið fullkláraðir, á brautum 13, 14 og 18. Framkvæmdir við teigana á 12, braut og 11 eru byrjaðar og ef veturinn verður okkur hliðhollur verður þessum framkvæmdum haldið áfram eins lengi og unnt er.

Við stefnum að því að opna þessa nýju teiga um mitt næsta sumar. Þetta verður mikil og góð breyting fyrir okkar kylfinga og er það okkar von, að með þessum teigum fái allir okkar meðlimir lengdir á brautum sem þeim hentar og golfið verður skemmtilegra :)

Heildarlengd vallarins af þessum teigum verður rétt um 4000 metrar og parið verður 76.