Mosfellsbær, Ísland

GM Íslandsmeistarar golfklúbba 18 ára og yngri

30.06.2019
GM Íslandsmeistarar golfklúbba 18 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba í unglingaflokkum fór fram dagana 27. - 29. júní. Leikið var í tveimur aldursflokkum, 18 ára og yngri í Þorlákshöfn og 15 ára og yngri í Grindavík.

Í flokki 18 ára og yngri pilta sigraði sveit GM eftir æsispennandi úrslitaleik gegn sterkri sveit GR. Tveir leikir fóru alla leið á 19 holu og að lokum enduðu leikar 2-1 fyrir GM. Glæsilegur sigur hjá drengjunum okkar og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Sigursveit GM skipuðu: Andri Már Guðmundsson, Aron Ingi Hákonarson, Ingi Þór Ólafson og Kristófer Karl Karlsson. Davíð Gunnlaugsson var liðsstjóri og þjálfari.

GM sendi 4 sveitir til keppni í flokki 15 ára og yngri og 2 sveitir í flokki 18 ára og yngri. Allar sveitir GM stóðu sig með stakri prýði og voru sér og klúbbnum sínum til sóma.