Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

GM og Prósjoppan undirrita samstarfssamning

03.05.2024
GM og Prósjoppan undirrita samstarfssamning

Í gær var undirritaður samstarfssamningur milli Golfklúbbs Mosfellsbæjar og Prósjoppunnar og mun Macade verða einkennisfatnaður GM. Við erum virkilega ánægð með þetta samstarf og hlökkum mikið til komandi ára í þessum glæsilega fatnaði sem Macade er. Nú munu allir kylfingar sem leika fyrir hönd GM spila í eins fatnaði þar sem Macade er með sömu línur í kven- og karlfatnaði.

Magnús Lárusson er annar af eigendum Prósjoppunnar, “Við erum gríðarlega spenntir fyrir eflaust stærsta samningi sinnar tegundar við golfklúbb á Íslandi og að vinna náið með Golfklúbbi Mosfellsbæjar á næstu árum.

GM hefur sýnt að þau eru í allra fremstu röð hér á landi þegar kemur að afreksstarfi og það hefur verið frábært að fylgjast með uppganginum hjá þeim á undanförnum árum.

Við erum því mjög stoltir að afrekskylfingar GM sem og aðrir klúbbfélagar munu klæðast fatnaði frá Macade á næstu árum.

Macade er gríðarlega öflugt sænskt vörumerki sem hannar flottan og þægilegan golffatnað og hefur á skömmum tíma fest sig vel í sessi hér á landi. Prósjoppan var fyrsta golfverslun í heimi til að selja vörurnar þeirra og samstarf okkar við Macade nær nú nýjum hæðum með einstökum samningi við GM þar sem markmið samningsaðila er meðal annars að stíga skref í klæðaburði afrekskylfinga og keppnissveita sem ekki hefur áður verið gert hér á landi.”

Þetta er líka stórt skref fyrir okkur í GM og hlökkum við til að sjá okkar bestu kylfinga sem og aðra GM félaga á okkar golfvöllum sem og annars staðar í glæsilegum GM merktum Macade fatnaði. Við munum að sjálfsögðu selja Macade í okkar golfbúð, bæði merktum og ómerktum.

Magnús Lárusson og Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri GM handsala hér samning ásamt glæsilegum fulltrúum okkar afrekskylfinga.