Mosfellsbær, Ísland

GOLFÆFINGAR FALLA NIÐUR Í VIKUNNI - HEIMAÆFINGAR Á HVERJUM DEGI

16.03.2020
GOLFÆFINGAR FALLA NIÐUR Í VIKUNNI - HEIMAÆFINGAR Á HVERJUM DEGI

Eins og fram kom í yfirlýsingu frá ÍSÍ í gærkvöldi þá er ekki gert ráð fyrir að íþróttastarf fari aftur af stað fyrr en mánudaginn 23. mars næstkomandi fyrir aldurshópinn 16 ára og yngri.

Þar sem aðstaðan okkar í vélaskemmunni er lítil og þröng höfum við tekið ákvörðun um að fella niður æfingar þar hjá öllum aldurshópum í vikunni. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að útlit fyrir að æfingaaðstaða á neðri hæð Kletts verði klár til notkunar frá og með mánudeginum 23. mars. Við stefnum því á að hefja æfingar í nýrri aðstöðu þar sem hægt er með góðu móti að tryggja fjarlægð milli kylfinga og öryggi allra iðkenda.

Að öllum líkindum verða breytingar á skipulagi æfinga, hópastærðum og í einhverjum tilvikum tímasetningum. Það verður kynnt nánar í lok vikunnar.

Æfing dagsins

Á hverjum degi munum við setja inn æfingu dagsins hingað og á Facebook síðuna GM unglingar. Æfingarnar verða þrískiptar, líkamleg, golftengd og hugarfarsleg. Þegar þið klárið æfinguna skrifið þið nafnið ykkar í skjalið hérna fyrir neðan. Með þessu þá náum við að halda okkur við og hafa eitthvað fyrir stafni.

Æfing dagsins

Ef að þið hafið hugmyndir af skemmtilegum æfingum þá tökum við glaðir við þeim á david@golfmos.is

it's all about the person first.pdf