Mosfellsbær, Ísland

GOLFVERSLUN GM OPNAR 11. APRÍL

18.03.2019
GOLFVERSLUN GM OPNAR 11. APRÍL

Golfverslun GM opnar fimmtudaginn 11. apríl í Kletti, en eins og síðustu ár verður fjölbreytt úrval af allskyns varningi fyrir kylfinga. Boðið verður upp á fatnað og skó frá FootJoy, 66° og Ecco, auk þess sem hægt verður að kaupa golfkúlur, tí, hanska og aðra aukahluti.

Í tilefni að því að golfverslunin opnar verða frábær opnunartilboð 11. -14. apríl. Því er tilvalið að nýta tækifærið og birgja sig upp fyrir utanlandsferðir vorsins og golfsumarið hérlendis.