Mosfellsbær, Ísland

HEKLA OG ÞÓRARINN EGILL HOLUKEPPNISMEISTARAR

16.11.2018
HEKLA OG ÞÓRARINN EGILL HOLUKEPPNISMEISTARAR

Titleist holukeppnin fór fram í sumar, en þetta var í fjórða skipti sem mótið er haldið frá sameiningu. Ríkjandi meistarar síðasta árs, Hekla Daðadóttir og Ólafur Örn Jónsson léku bæði til úrslita í ár. Í úrslitum í kvennaflokki var von á æsispennandi leik, en eins og áður sagði lék Hekla Daðadóttir holukeppnismeistari 2017 til úrslita á móti klúbbmeistara GM, Heiðu Guðnadóttur. Svo fór að Hekla lagði Heiðu 2/1 og varð því sú fyrsta til að verja titilinn.

Í úrslitum í karlaflokki mættust Ólafur Örn Jónsson og Þórarinn Egill Þórarinsson. Ólafur hafði titil að verja og er óhætt að segja að leikurinn hafi verið æsispennandi. Knýja þurfti fram bráðabana og sigraði Þórarinn Egill á 19. holu.