Mosfellsbær, Ísland

HELLISHÓLAR VINAVÖLLUR GM

29.04.2020
HELLISHÓLAR VINAVÖLLUR GM

Golfklúbburinn á Hellishólum verður vinavöllur GM sumarið 2020. Vinavallarsamningurinn felur í sér að félagar í GM greiða 2000 kr fyrir leikinn hring. Einnig verður sérstakt tilboð til GM félaga á gistingu á Hellishólum. Fá félagar í GM 20% afslátt af allri gistingu á Hellishólum. Við hvetjum okkar félagsmenn að nýta sér þennan frábæra samning! Til þess að bóka gistingu þarf einfaldlega að hringja í síma 487-8360 og taka fram að viðkomandi sé félagi í GM.

Nánari upplýsingar á https://hellisholar.is/