Mosfellsbær, Ísland

Heimilt að spila golf utandyra

09.12.2020
Heimilt að spila golf utandyra

Ágætu GM félagar.

Nú er það orðið ljóst að við megum byrja að spila golf aftur utandyra eftir langt stopp. Veðurspáin framundan er góð og því munum við opna inn á vetrargolfvöllinn okkar næstkomandi laugardag.

Það er einvörðungu verið að opna fyrir almennt spil. Formleg vetrardagskrá mun svo vonandi hefjast á nýju ári ef allt gengur upp og við losnum við þessa blessuðu veiru.

Völlurinn er eingöngu opinn fyrir GM félaga.

Vetrarvöllurinn þetta árið verður spilaður á fyrri níu holum vallarins og erum við að leggja lokahönd á yfirlitsmynd af vellinum. Það er ekki hægt að bóka sig í rástíma og minnum við fólk á passa vel upp á allar sóttvarnarreglur sem eru við gildi í dag.