Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Hjalti lék í liði Íslands í Tékklandi

12.09.2023
Hjalti lék í liði Íslands í Tékklandi

Hjalti Pálmason úr GM var í liði Íslands 50+ sem keppti í Evrópumóti liða. Keppt var á Royal Golf Club Mariánské Lázně vellinum í Tékklandi.

Hjalti lék best Íslendinganna í höggleiknum en hann var á 75-70 eða 1 höggi yfir pari samtals (10. sæti í einstaklingskeppninni). Eftir það var leikin holukeppni en í fyrsta leik lék lið Íslands við Belga og töpuðu 3-2 og tapaði Hjalti sínum leik 3/2. Í öðrum leik vann lið Íslands heimamennina frá Tékklandi 4-1 og sigraði Hjalti sinn leik 1/0. Lokaleikurinn var svo við Hollendinga og hafði íslenska liðið betur í 3-2 sigri og vann Hjalti sinn leik 4/3.

Lokaniðurstaða Íslenska liðsins var 13. sæti af 23 liðum.

Hjalti hefur leikið á LEK og Mótaröð GSÍ í sumar og náð góðum árangri og óskum við honum til hamingju með liðsvalið og árangurinn úti.