Mosfellsbær, Ísland

Hjóna og paramót GM

16.06.2020
Hjóna og paramót GM

Föstudaginn 26. júní mun kvennanefnd GM standa fyrir glæsilegu hjóna og paramót sem fram fer á Hlíðavelli. Fyrirkomulag mótsins er tveggja manna texas scramble. Ræst verður út af öllum teigum samtímis kl. 17:00. Það er því mæting í íþróttamiðstöðina Klett ekki síðar en 16:15.

Mótsgjald er 6.000 krónur á kylfing og er innifalið í því glæsilegt hlaðborð að móti loknu.

Hámarksforgjöf í mótið er 28 hjá konum og 24 hjá körlum.

Það eru einvörðungu konur í GM sem hafa þátttökurétt í mótinu ásamt sínum mökum, (makar mega koma úr öðrum klúbbum.

Það er því miður ekki hægt að skrá sig í móti í gegnum golfboxið og því fer skráning fram í síma 5666999.

Skráning opnar miðvikudaginn 17. júní kl. 08:00. Hér má sjá þá rástíma sem í boði eru.