Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Hola í höggi á Hlíðavelli

15.05.2024
Hola í höggi á Hlíðavelli

Guðleifur Kristinn öðru nafni Kiddi Íslandsmeistari eins og hann kallar sig sjálfur fór holu í höggi á 15 holu á Hlíðavelli þriðjudaginn 14 maí þegar hann lék með hópnum sínum Bara fuglar. Höggið var slegið með 5 járni smá fade í léttum mótvindi 155 m frá holu. Boltinn skoppaði tvisvar sinnum létt í miðja holu - Bingó

Við óskum Kidda til hamingju með þetta stórkostalega afrek sem hann var að upplifa í fyrsta skipti.