Mosfellsbær, Ísland

ÍSAM HEIMSLISTAMÓTIÐ - ÚRSLIT

17.05.2020
ÍSAM HEIMSLISTAMÓTIÐ - ÚRSLIT

Það voru þau Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Andri þór Björnsson sem stóðu uppi sem sigurvegarar á ÍSAM heimslistamótinu sem fram fór núna um helgina á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Mótið var æsispennandi bæði í karla og kvennaflokki. Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði karlaflokkinn með eins höggs mun eftir æsispennandi lokaholur, lék Andri hringina þrjá á fjórum höggum undir pari. Dagbjartur Sigurbrandsson , Golfklúbbi Reykjavíkur, varð í örðu sæti, einu höggi á eftir Andra. Það voru svo heimamennirnir Kristófer Karl Karlsson og Björn Óskar Guðjónsson sem urðu jafnir í þriðja sæti einu höggi á eftir Dagbjarti.

Í kvennaflokki var mikil spenna og léku þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur virkilega gott golf og svo fór að eftir 54 holur var staðan jöfn, þar sem þær léku báðar á tveimur höggum undir pari. Þær fóru því í bráðabana og það þurfti sex holur í viðbót til þess að knýja fram úrslit. Það var Guðrún Brá sem stóð uppi sem sigurvegari þegar hún náði sér í par á sjöttu holu bráðabanans. Í þriðja sæti varð svo Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, lék hún hringina þrjá á tíu höggum yfir pari.

Óskum við verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn.