Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Ingi Þór valinn íþróttamaður Seltjarnarness

27.01.2023
Ingi Þór valinn íþróttamaður Seltjarnarness

Ingi Þór Ólafson, afrekskylfingur sem keppir í golfi fyrir hönd Golfklúbbs Mosfellsbæjar var valinn íþróttamaður Seltjarnarness 2022.

Ingi leikur á mótaröð þeirra bestu og endaði í 21. sæti á stigalista mótaraðarinnar 2022. Hans besti árangur á mótaröðinni var á B59 Hotel mótinu á Akranesi þar sem hann endaði í þriðja sæti á 4 höggum undir pari í krefjandi veðuraðstæðum. Ingi keppti einnig á Icelandic Junior Midnight Challenge mótinu sem er alþjóðlegt U23 mót sem haldið var á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Hann lék á 3 höggum undir pari og sigraði mótið einu höggi á undan Belganum Hugo Duquaine eftir harða keppni. Karlasveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar endaði í þriðja sæti í Íslandsmóti Golfklúbba og má segja að Ingi Þór hafi verið einn af lykilmönnum sveitar GM. Einnig keppti Ingi Þór í Íslandsmóti golfklúbba U21 í sveit GM sem endaði í öðru sæti.

Við óskum Inga innilega til hamingju með titilinn!