Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Innanfélagsmótaraðirnar okkar að byrja

13.05.2024
Innanfélagsmótaraðirnar okkar að byrja

Ágætu GM félagar

Nú styttist heldur betur í að við byrjum innanfélagsmótaraðirnar okkar :)


Við höfum opnað fyrir skráningu í bæði VIKING deildina sem og í Titleist mótaröðina. Við byrjum svo að spila í VITAgolf mótaröðinni í byrjun júní.


Skráning í Titleist holukeppnina fer fram í gegnum Golfboxið, líkt og í fyrra er engin undankeppni þannig að það geta allir verið með. Skráningarfrestur til og með sunnudagsins 19.maí.

Það er mjög einfalt að taka þátt, þú einfaldlega skráir þig til leiks. Eftir að skráningarfrest líkur þá er dregið um það hvaða kylfingar mætast í fyrstu umferð. Keppt er í karla og kvennaflokki.

  • Leikið er með forgjöf - hámarksforgjöf er 36 (vallarforgjöf)
  • Heimilt að leika á báðum vallarsvæðum. (Komi leikmenn sér ekki saman um hvar skal leikið, er leikið á Hlíðavelli).
  • Konur leika á rauðum teigum og karlar leika á gulum teigum.

Titleist holukeppnin 2024

Skráning í mótið fer fram á GolfBox og greiðist mótsgjald við skráningu. Kylfingar skrá sig sjálfir á rástíma í gegnum GolfBox.

Kylfingar leika sín á milli með fullri forgjöf en hámarks forgjöf gefin er eins og fyrr sagði 36, (vallarforgjöf).

Dæmi: Kylfingur A er með 7 í vallarforgjöf og kylfingur B með 24 í vallarforgjöf. Þá er mismunurinn 17 (Kylfingur B fær þá 1 högg í forgjöf á 17 erfiðustu holurnar).

Leikvikur Titleist-holukeppninnar 2024

  • 128 manna úrslit (ef þarf) 20. maí - 9. júní
  • 64 manna úrslit: Umferð lokið 30. júní
  • 32 manna úrslit: Umferð lokið 21. júlí
  • 16 manna úrslit: Umferð lokið 4. ágúst
  • 8 manna úrslit: Umferð lokið 18. ágúst
  • Undanúrslit: Umferð lokið 25. ágúst
  • Úrslitaleikir: Lokið 1. sept
Ef leikur hefur ekki farið fram þegar leiktími rennur út verður keppendum úthlutað rástíma. Ef
keppendur mæta ekki til leiks þá eru úrslit fengin með hlutkesti. Ef annar keppandinn þá sigrar hann
leikinn 5/4.

VIKING deildin.

Við höfum einnig opnað fyrir skráningu í VIKING deildina. Sjá hlekk hér að neðan til þess að skrá sig.

Ef fleiri lið en 16 skrá sig til leiks þá verður leikin forkeppni laugardaginn 25. maí næstkomandi.




VÍKING deildin er eitt skemmtilegasta mót sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar stendur fyrir. Um er að ræða liðakeppni með forgjöf þar sem keppt er með svipuðu fyrirkomulagi og í Íslandsmóti golfklúbba (sveitakeppni). Allt að 8 leikmenn skipa hvert lið en 4 leikmenn leika í hverri umferð. Í hverri umferð er leikinn 1 fjórmenningsleikur og 2 tvímenningsleikir.

Leikið á báðum vallarsvæðum

Í VÍKING deildinni er leikið á báðum vallarsvæðum og eru umferðir leiknar í heild sinni á hvoru vallarsvæði í fyrirfram skipulögðum leikvikum. Leiknar verða tvær leikvikur í riðlakeppni á Hlíðavelli og ein í Bakkakoti. Í úrslitum fara síðan 8 liða úrslit fram í Bakkakoti, undanúrslit og úrslit á Hlíðavelli.

Alls eru 16 lið sem geta verið með en leikið verður í fjórum 4 liða riðlum þar sem allir leika við alla. Þegar úrslit í riðlum liggja fyrir verður leikið í 8 liða úrslitum. Efstu 2 liðin í riðli fara áfram í útsláttarkeppnina.

Ef skráning er umfram 16 lið er leikin forkeppni. 8 efstu lið frá árinu á undan fá sjálfkrafa þátttökurétt í aðalkeppnina að því gefnu að minnsta kosti 4 leikmenn úr liðinu séu þeir sömu og árið áður.

Í forkeppni VÍKING deildarinnar er leikin 18 holu punktakeppni þar sem 4 liðsmenn leika og 3 bestu skor liðsins telja. Hámarksforgjöf í forkeppninni er 36. Verði lið jöfn í forkeppninni verður það lið ofar sem er með hæsta einstaka punktafjöldann. Ef enn er jafnt telur skorið hjá þeim leikmanni sem var með lægsta punktafjöldann. Ef enn er jafnt er varpað hlutkesti um hvaða lið hafnar ofar.