Mosfellsbær, Ísland

Innheimta félagsgjalda fyrir 2022

14.12.2021
Innheimta félagsgjalda fyrir 2022

Kæru félagsmenn, innheimta félagsgjalda fyrir árið 2022 er hafin.

Greiðsluseðlar fyrir kylfinga 19 ára og eldri eru komnir inn í Sportabler. Greiðsluseðlar fyrir 18 ára og yngri koma svo þar inn á morgun miðvikudaginn 15. des.

Hér að neðan má finna upplýsingar og leiðbeiningar um skráningu og greiðslufyrirkomulag:

Greiðsla félagsgjalda fer fram í gegnum kerfið Sportabler. Mælst er til þess að félagsmenn skrái sjálfir sínar greiðslur fyrir árið í gegnum kerfið.

Hér má finna gjaldskrá fyrir árið, sem samþykkt var á aðalfundi þann 9. desember síðastliðinn

Leiðbeiningar um skráningu og greiðslu félagsgjalda:

  • Farið inn á https://www.sportabler.com/shop/golfmos – Hér má finna heimasvæði GM inn á Sportabler.
  • · Þetta er GM vefsvæði og þarna geta allir skráð sig inn og greitt nema börn sem hafa ekki aðgang að rafrænum skilríkjum. Forráðarmenn barna 18 ára og yngri fá árgjöld barnanna inn á sitt heimasvæði. Það er einnig hægt að skrá aðra aðila sem forráðarmenn/greiðsluaðila, eins og t.d. ömmur eða afa.

    · Smellt á innskrá í Sportabler og svo valið nýskrá (fyrir þá sem eru með Sportabler þá skrá þau sig bara inn)

  • Þá birtist þessi síða hér:

  • Þarna smellið þið á "ógreitt" og þá kemur upp greiðslusíðan og þar veljið þið félagsgjaldið og smellið á "greiða".
  • Boðið er upp á að dreifa greiðslum í allt að 9 skipti, hvort sem valið er greiðsluseðlar eða greiðslukort. Miðað er við að síðasta greiðslan sé ekki síðar en í október 2022. Því þarf að vera búin/n að ganga frá dreifingunni fyrir 15. janúar næstkomandi.
  • Ef þið viljið greiða með eingreiðslu þá veljið þið "engin skipting" í kaupferlinu.

Þeir félagsmenn sem ekki eru búnir að skrá sig og ganga frá greiðslu 15. janúar fá kröfu í heimabanka þar sem árgjaldinu verður skipt niður í 4. greiðsluseðla.

Þeir sem ekki hafa greitt eða skráð greiðslu fyrir 28. feberúar ( þarf ekki að hafa klárað að greiða allt) eru taldir ekki ætla vera í klúbbnum og verða því afskráðir úr GM.

Þeir félagsmenn sem hafa ákveðið að vera ekki meðlimir áfram í GM, eru vinsamlegast beðin um að láta vita með því að senda tölvupóst á golfmos@golfmos.is


Vakni einhverjar spurningar er velkomið að hafa samband við skrifstofu klúbbsins alla virka daga frá kl. 08:00-16:00, sími á skrifstofu er 5666999 eða 8577009. Einnig er hægt að senda tölvupóst á golfmos@golfmos.is

Einnig er ávallt hægt að fá aðstoð í gegnum heimasíðu Sportabler þegar þið eruð þar inni. Neðst niðri hægra megin er hnappur til þess að ýta á sem gefur ykkur beint samband við Sportabler.