Mosfellsbær, Ísland

Íslandsmóti golfklúbba lokið

25.07.2020
Íslandsmóti golfklúbba lokið

Nú er Íslandsmóti golfklúbba nýlokið og spiluðu báðar okkar sveitir um bronsið. Stelpurnar mættu GKG og úr varð hörkuleikur sem endaði þannig að María tryggði GM bronsið með stórglæsilegu pútt á þriðju holu í bráðabana og enduðu leikar því 3-2 okkur í vil. Óskum við stelpunum kærlega til hamingju með bronsið.

Strákarnir spiluðu við GR í sínum leik um bronsið og lutu þar í lægra haldi eftir góða baráttu. Leikurinn við GR tapaðist 4 -1 og fjórða sætið því raunin.