Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2022 heiðrað í gær.

20.01.2023
Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2022 heiðrað í gær.

Kjörið á iþróttafólki Mosfellsbæjar fór fram í gær og var veislan haldin á Blik.

GM átti glæsilega fulltrúa í kjörinu og var hann Davíð Gunnlaugsson valinn þjálfari ársins og meistaraflokkur kvenna var valinn afrekslið ársins. Óskum við þeim kærlega til hamingju með útnefninguna. Virkilega vel gert hjá þeim og eru þau öll virkilega vel að þessu komin.

Kristján Þór Einarsson og Sara Kristinsdóttir voru tilnefnd til íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellbæjar en hlutu því miður ekki kosningu þetta árið.

Íþróttafólk ársins 2022 eru þau Anton Ari Einarsson knattspyrnumaður hjá Breiðablik og Thelma Dögg Grétarsdóttir blakkona úr Aftureldingu. Óskum við þeim kærlega til hamingju.