Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Klúbbmeistarinn í 3. sæti í Korpubikarnum

11.09.2023
Klúbbmeistarinn í 3. sæti í Korpubikarnum

Auður Bergrún Snorradóttir lék mjög vel á Korpubikarnum en hún endaði í þriðja sæti. Þetta er hennar besti árangur á Mótaröð GSÍ. Hún lék hringina þrjá á 79-69-78 höggum eða samtals á +10.

Sara Kristinsdóttir endaði í fimmta sæti og lék hringina á 80-76-76 eða +16. Pamela var sjötta en skorið hennar var 79-77-77 eða +17. Í 10. sæti var Birna Rut Snorradóttir, tvíburasystir Auðar, en hún lék hringina á 88-77-77 eða á +26. Þetta er einnig hennar besti árangur á GSÍ mótaröðinni.

Í karlaflokki var Kristján Þór Einarsson efstur í 4. sæti á 2 höggum undir pari samtals (75-73-66). Kristófer Karl Karlsson lék einnig vel og endaði í 8. sæti á 2 höggum yfir pari (76-72-70).

Þetta var lokamót ársins á mótaröðinni og endaði Kristján Þór Einarsson í 2. sæti á stigalista mótaraðarinnar á eftir Loga Sigurðssyni núverandi Íslandsmeistara í höggleik.

Efst kvenna í GM var það Pamela Ósk Hjaltadóttir en hún endaði í 10. sæti á stigalistanum.

Við óskum okkar kylfingum til hamingju með flottan árangur í sumar!