Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Kristján Þór Einarsson Íslandsmeistari í höggleik!

08.08.2022
Kristján Þór Einarsson Íslandsmeistari í höggleik!

Íslandsmótinu í golfi 2022 lauk í Vestmanneyjum í gær 8. ágúst en mótið hófst fimmtudaginn 4. ágúst.

Kristján Þór Einarsson, GM og Perla Sól Sigurbrandsdóttir eru Íslandsmeistarar í golfi 2022. Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og í annað sinn sem Kristján Þór sigrar á Íslandsmótinu – en hann sigraði árið 2008 þegar mótið fór einnig fram í Vestmannaeyjum.

Við erum svo sannarlega stolt af okkar manni og spilaði hann stórkostleg golf við krefjandi aðstæður.

Kristján Þór fékk einnig Björgvinsskálina- sem er veitt þeim áhugakylfingi sem leikur á lægsta skorinu í Íslandsmótinu ár hvert. Þetta er í annað sinn sem þessi viðurkenning er veitt. Þetta er í þriðja sinn sem kylfingur úr GM verður Íslandsmeistari. Heiðar Davíð Bragason og Nína Björk Geirsdóttir hafa áður unnið þennan eftirsótta titil.

GM átti 27 fulltrúa í mótinu sem er virkilega ánægjulegt og við erum svo sananrlega stolt af öllu okkar fólki sem stóð sig með mikilli prýði.

Óskum við Kristjáni og Perlu innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!



Lokastaðan í karlaflokki:

1. Kristján Þór Einarsson, GM 204 högg (70-70-64) (-6)
2.-3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 206 högg (75-69-62) (-4)
2.-3. Kristófer Orri Þórðarson, GKG, 206 högg (66-71-69) (-4)
4.-6. Kristófer Karl Karlsson, GM 207 högg (72-69-66) (-3)
4.-6. Böðvar Bragi Pálsson, GR 207 högg (68-69-70) (-3)
4.-6. Birgir Guðjónsson, GE 207 högg (71-64-72) (-3)


Lokastaðan í kvennaflokki:

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 209 högg (70-70-69) (-1)
2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 210 högg (74-69-67) (par)
3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 219 högg (76-71-72)(+9)
4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 221 högg (73-75-73) (+11)
5.-6. Saga Traustadóttir, GKG 222 högg (78-76-68) (+12)
5.-6. Berglind Björnsdóttir, GR 146 högg (75-71-76) (+12)