Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Lokun Hlíðavallar

30.10.2023
Lokun Hlíðavallar

Ágætu GM félagar.

Í dag verður síðasti golfdagurinn á Hlíðavelli þar sem tekin hefur verið sú ákvörðun að loka vellinum frá og með morgundeginum 31. október.

Það var talsvert frost í nótt og það á að bæta í frostið næstu daga og lítill hiti yfir sjálfan daginn.

Ef hitastig hækkar aftur munum við að sjálfsögðu skoða það að opna aftur :)

Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir frábært sumar, það kom seint en þegar það var það virkilega gott.

Þrátt fyrir erfitt vor þá voru vellirnir okkar í virkilega góðu standi stærstan hluta sumars og sjaldan verið jafn mikið spil á okkar völlum og var í sumar.

Við minnum á að golfhermarnir okkar eru að sjálfsögðu opnir, bókun á þeim fer fram í gegnum heimasíðuna okkar.