Mosfellsbær, Ísland

NÝKRÝNDIR ÍSLANDSMEISTARAR GM

23.07.2018
NÝKRÝNDIR ÍSLANDSMEISTARAR GM

Íslandsmót unglinga í holukeppni fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri 20.-22. júlí, en GM átti 19 fulltrúa af mótinu, þar af 10 stelpur. Leikinn var höggleikur sem skar úr um hverjir komust í holukeppnina og til að raða niður í leiki, en alls komust 14 frá GM áfram í holukeppnina.

Kristófer Karl Karlsson sigraði Viktor Inga Einarsson (GR) í flokki 17-18 ára drengja í æsispennandi úrslitaleik. Mikil spenna var í leiknum en Kristófer hafði betur, 1/0.

Tristan Snær Viðarsson mætti Jóhannesi Sturlusyni (GKG) í úrslitum 14 ára og yngri drengja og var leikurinn jafn. Tristan Snær bar sigur úr býtum, 1/0.

María Eir Guðjónsdóttir hafnaði í 3. sæti í flokki 14 ára og yngri stúlkna.

Kylfingar úr GM voru sér og klúbbnum til sóma í mótinu í hegðun og framkomu.


Við óskum Íslandsmeisturunum innilega til hamingju!