Mosfellsbær, Ísland

Nýir félagar

13.03.2019
Nýir félagar

Nú er tilvalinn tími að ganga í Golfklúbb Mosfellsbæjar, en ekki verða innheimt inntökugjöld í GM rekstrarárið 2018-2019. Við hjá GM gerum okkar allra besta til að hafa félagsmenn í fyrsta sæti og viljum svo sannarlega að öllum líði vel. Við tökum glöð við fyrirspurnum og svörum eins og fljótt og við getum. Endilega hafðu samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar á golfmos@golfmos.is.

Það er mikilvægt að fá leiðsögn þegar maður er að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni. Í sumar munum við bjóða upp á námskeið fyrir alla nýliða í golfi sem ganga í klúbbinn. Námskeiðin verða í höndum golfkennara GM og verða nánari dagsetningar kynntar þegar nær dregur sumri.

Nýir félagsmenn fá einnig frítt æfingakort ef þú gengur í klúbbinn í dag að verðmæti 9.900 kr. Það gerir það að verkum að þú getur slegið eins marga bolta og þú vilt í allt sumar á æfingasvæðinu á Hlíðavelli!

Þú verður að vera með í þessari veislu sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar er! Gæddu þér á gómsætum veitingum og drykkjum á BLIK Bistro & Grill, veitingastaðnum í Kletti.

Gjaldskrá GM má finna hér.

Hægt er að sækja um aðild með að smella hér.

Sjáumst í sumar í Golfklúbbi Mosfellsbæjar!