Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Nýjir vertar í Bakkakoti

24.04.2024
Nýjir vertar í Bakkakoti

Í gær var undirritaður samningur við nýja verta í golfskálann í Bakkakoti.

Það eru þau Jónína Unnur Gunnarsdóttir og Birgir Örn Sigþórsson sem munu sjá um rekstur golfskálans í Bakkakoti næstu árin. Jónína og Birgir eru margreind úr veitingabransanum og hafa komið víða við. Þau eru bæði virkilega spennt fyrir þessari nýju áskorun og við erum þess fullviss að okkar félagsmenn sem og aðrir gestir í Bakkakoti eigi eftir að taka vel á móti þeim :)

Það hafa verið miklar breytingar í Bakkakoti síðastliðið ár, fyrst ber að nefna framkvæmdir við breytingar á vellinum. Við munum klára tvær nýjar brautir núna í byrjun sumars og leika vonandi inn á þær í haust.

Risinn er glæsilegur garðskáli sem stórbætir aðstöðuna fyrir alla kylfinga. Í gamla skálanum hefur eldhúsið verið tekið í gegn og verið er að leggja lokahönd á breytingar á afgreiðslunni í þar. Einnig hafa verið keypt ný húsgögn.

Svo eru það gleðitíðindi að vegurinn upp í Bakkakot verður lagaður á allra næstu dögum :)

Við hlökkum svo sannarlega til komandi sumars og samstarfsins við þau Nínu og Bigga og þau munu taka vel á móti ykkur upp í Bakkakoti :)