Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Opna Ecco - Úrslit

18.05.2024
Opna Ecco - Úrslit

Opna Ecco golfmótið var leikið á Hlíðavelli í dag við fínar aðstæður. Það voru rétt tæplega 150 kylfingar sem mættu til leiks og það voru ansi margir kylfingar sem léku mjög gott golf í dag.

Guðjón Frans Halldórsson úr GKG átti besta skor dagsins þegar hann lék á 69 höggum eða tveimur undir pari. Í punktakeppninni var það Sigurvin Einarsson úr GM sem lék frábært golf sem skilaði honum 44 punktum.

Punktakeppni:

1. sæti - Sigurvin Einarsson GM. 44 punktar

2. sæti - Gústav Gústavsson GM. 43 punktar (betri á seinni 9)

3. sæti - Ólafur Evert Úlfsson GM. 43 punktar.


Höggleikur.

1. sæti - Guðjón Frans Halldórsson GKG. 69 högg.

2. sæti - Hjalti Pálmason GM. 71 högg.

3. sæti - Björn Breki Halldórsson GKG. 72 högg (Betri á seinni 9).


Næst holu á 3. braut - Kjartan Tómas Guðjónsson. 4,34 metrar

Næst holu á 7. braut - Héðinn Ingi Þorkelsson. 1,47 metrar

Næst holu á 15. braut - Stefán Jóhannsson. 91 cm.

Næstu holu á 18. braut - Steinn Árni Ásgeirsson. 1,85 metrar.

Opna Ecco - úrslit


Óskum við vinningshöfum kærlega til hamingju með árangurinn. Hægt er að nálgast vinningana í afgreiðslu GM á Hlíðavelli. Afgreiðslan er opin alla daga frá kl. 8 - 20:00.

Við þökkum Ecco kærlega fyrir stuðninginn sem og öllum þeim kylfingum sem tóku þátt og vonum svo sannarlega að þið hafið öll skemmt ykkur vel á vellinum :)