Mosfellsbær, Ísland

Opnun Íþróttamiðstöðvar og golfherma

12.01.2021
Opnun Íþróttamiðstöðvar og golfherma

Ágætu GM félagar.

Þau gleðitíðindi bárust okkur í síðustu viku að ef allt gengi vel fram til 13. janúar yrðu íþróttir heimilaðar á nýjan leik. Það er okkur því mikið gleðiefni að tilkynna það að á morgun miðvikudaginn 13. janúar opnar íþróttamiðstöðin fyrir alla okkar félagsmenn.

Með því að smella hér má sjá opnunartímana okkar sem og þá tíma sem lokaðir eru í æfingasalnum vegna æfinga á vegum GM.

Við höfum einnig opnað fyrir bókanir í golfhermana okkar. Sett hefur verið í loftið sérstök bókunarsíða fyrir þá. Smellið hér til þess að fara á þá síðu. Við ætlum ekki að bjóða upp á það að kylfingar geti fest sér ákveðna tíma, það er opið fyrir bókanir tvær vikur fram í tímann.

Við höfum skipt neðri hæðinni okkar upp í þrjú sóttvarnarrými og biðjum við ykkur að fylgja settum reglum svo að þetta gangi nú allt vel hjá okkur.

Við höfum skipt neðri hæðinni okkar upp í þrjú sóttvarnarsvæði og eru þau eftirfarandi:

1. Trackman golfhermir - lokað rými. Þar mega vera að hámarki fjórir aðilar. Ef þið treystið ykkur ekki til þess að halda ávallt tveggja metra reglunni þá er grímuskylda.

2. Trackman golfhermir - opið rými. Þar mega vera að hámarki fjórir aðilar. Ef þið treystið ykkur ekki til þess að halda ávallt tveggja metra reglunni þá er grímuskylda.

3. Æfingasalur. Þar mega vera að hámarki 15 manns í einu.

Það er sér salerni fyrir hvert svæði og eru þau vel merkt viðkomandi svæði.

Nánari útskýringar má svo finna á svæðinu sjálfu og biðjum við ykkur um að fylgja þeim til hins ítrasta.

Íþróttamiðstöðin sem og golfhermarnir eru eingöngu opin fyrir meðlimi í GM.

Við vonum svo sannarlega að þið eigið eftir að nýta ykkur þessu góðu aðstöðu sem GM hefur núna upp á að bjóða.

Munum svo að þvo okkur og sótthreinsa þegar við mætum á svæðið og göngum vel og snyrtilega um.

Góða skemmtun :)