Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Pamela í þriðja sæti í Korpubikarnum

03.06.2024
Pamela í þriðja sæti í Korpubikarnum

Pamela Ósk Hjaltadóttir endaði í þriðja sæti á Korpubikarnum sem fór fram um helgina. Leiknir voru þrír 18 holu hringir á 3 keppnisdögum en aðstæður voru virkilega krefjandi alla þrjá dagana þar sem rok og rigning spilaði inn í skorið.

Alls kepptu 12 kylfingar úr GM á Korpubikarnum en ströng forgjafarviðmið voru til að fá þátttöku inn í mótið. Allir kylfingar GM náðu niðurskurðinum eftir tvo hringi.

Í kvennaflokki voru atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir (-1) og Ragnhildur Kristinsdóttir (Pari) í sérflokki og enduðu örugglega í fyrstu tveimur sætunum. Þar á eftir í þriðja sæti var Pamela en hún lék hringina þrjá á 76-73-82 höggum eða 15 höggum yfir pari. Því næst voru 4 kylfingar jafnir í fjórða sæti á 16 höggum yfir pari en 3 af þeim kylfingar úr GM; Berglind Erla Baldursdóttir var á 77-78-77, Heiða Rakel Rafnsdóttir á 80-73-79 og Auður Bergrún Snorradóttir á 79-71-82 höggum.


Frá vinstri: Pamela Ósk, Guðrún Brá & Ragnhildur

Í karlaflokki var það Axel Bóasson sem sigraði en hann lék hringina þrjá á parinu. Efstur okkar kylfinga var Kristján Þór Einarsson en hann lék hringina á 71-75-76 höggum eða 9 höggum yfir pari, jafn í 11. sæti. Kristófer Karl Karlsson (70-77-78) og Björn Óskar Guðjónsson (72-76-77) voru jafnir í 14. sæti á 12 höggum yfir pari samtals.


Kristján Þór Einarsson


Kristófer Karl Karlsson


Auður Bergrún Snorradóttir


Heiða Rakel Rafnsdóttir


Sverrir Haraldsson

Hér má sjá lokastöðuna í mótinu.