Mosfellsbær, Ísland

RAGNAR MÁR SIGRAÐI Á SPÁNI

26.04.2019
RAGNAR MÁR SIGRAÐI Á SPÁNI

Ragnar Már Ríkarðsson og Sverrir Haraldsson léku báðir í European Spring mótinu á Global Junior mótaröðinni sem fram fór á La Serena vellinum á Spáni. Leiknar voru 54 holur í mótinu og stóðu okkar menn sig vel.

Eftir spennandi keppni á lokahringnum endaði Ragnar Már Ríkarðsson efstur, höggi á undan næsta manni. Sverrir hafnaði í 4. sæti.

Hérna má sjá úrslit mótsins.

Flott mót hjá okkar drengjum og óskum við Ragnari Má innilega til hamingju með árangurinn!