Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Sara skrifar undir hjá Troy háskólanum

09.11.2023
Sara skrifar undir hjá Troy háskólanum

Afrekskylfingurinn Sara Kristinsdóttir úr GM hefur skrifað undir samning við Troy háskólann í Bandaríkjunum. Skólinn er í Alabama og keppir í NCAA division 1. í Sun Belt deildinni (conference).


Mynd tekin af samfélagsmiðlum íþróttadeildar Troy háskólans

Sara mun hefja nám haustið 2024 og keppa fyrir golflið háskólans á skólastyrk. Við óskum Söru innilega til hamingju og góðs gengis í komandi verkefnum.