Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Staðan á okkar golfvöllum - fyrirhuguð opnun!

21.04.2023
Staðan á okkar golfvöllum - fyrirhuguð opnun!

Ágætu GM félagar.

Gleðilegt sumar :)

Nú er heldur betur farið að hlýna hjá okkur og grasið tekið vel við sér síðustu daga.

Vellirnir okkar koma báðir mjög vel undan vetri og ljóst að sú vinna sem vallastarfsmennirnir okkar fóru í að verja flatirnar í kuldakaflanum mikla í mars er að skila góðum árangri.

Nú er allt komið á fullt og búið að valta og bera á flatir og nú fylgjumst við með grasinu grænka.

Það er ennþá aðeins í land enda ennþá frost í jörðu á mörgum stöðum og vellirnir því ekki alveg tilbúnir.

Við erum að horfa á það opna Hlíðavöll laugardaginn 6. maí og Bakkakotið laugardaginn 13. maí. Ef hægt verður að opna fyrr þá munum við að sjálfsögðu gera það.

Við stefnum á það að opna æfingasvæðið strax í næstu viku.