Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Staðan á völlum GM

02.05.2023
Staðan á völlum GM

Kæru GM félagar.


Nú vonum við svo sannarlega að vorið sé að detta inn, veðurspáin næstu daga er okkur hagstæð. Fínn hiti og rigning sem er það besta fyrir okkur þessa dagana.
Það hefur ekkert gerst í okkar völlum síðustu viku vegna kulda og þeir ennþá hálf brúnir að lit.

Í dag verður farið út og borið aftur á allar flatir og alla teiga og vonumst við til þess að það, ásamt hentugu veðurfari verði til þess að hlutirnir fari að gerast og grasið fari að grænka hratt og örugglega :)

Við náum því miður ekki að opna Hlíðavöll næstkomandi laugardag en vonumst svo sannarlega til þess að ná að opna jafnvel báða velli, 13 - 14 maí.


Myndin með þessari frét var tekin 27. apríl í fyrra, talsverður munur og gátum við opnað Hlíðavöll 1. maí.