Mosfellsbær, Ísland

Stellu deildin að hefjast

17.05.2022
Stellu deildin að hefjast

Stellu deildin 2022 - Skráning opnar á morgun miðvikudaginn . 18. maí kl. 12:00!!!


Nýtt fyrirkomulag!


Alls eru 16 lið sem geta verið með en leikið verður í fjórum 4 liða riðlum þar sem allir leika við alla. Þegar úrslit í riðlum liggja fyrir verður leikið í 8 liða úrslitum. Efstu 2 liðin í riðli fara áfram í útsláttarkeppnina.

Ef skráning er umfram 16 lið er leikin forkeppni. 8 efstu lið frá árinu á undan fá sjálfkrafa þátttökurétt í aðalkeppnina að því gefnu að minnsta kosti 4 leikmenn úr liðinu séu þeir sömu og árið áður. ( Þau 8 lið þurfa því ekki í forkeppni ef þau uppfylla skilyrðin)

Í forkeppni Stellu-deildarinnar er leikin 18 holu punktakeppni þar sem 4 liðsmenn leika og 3 bestu skor liðsins telja. Hámarksforgjöf í forkeppninni er 36. Verði lið jöfn í forkeppninni verður það lið ofar sem er með hæsta einstaka punktafjöldann. Ef enn er jafnt telur skorið hjá þeim leikmanni sem var með lægsta punktafjöldann. Ef enn er jafnt er varpað hlutkesti um hvaða lið hafnar ofar.

Forkeppni Stellu-deildarinnar árið 2022 fer fram laugardaginn 28. maí á Hlíðavelli og er ræst út frá klukkan 09:00.

Vertu með og skráðu liðið þitt til leiks!

Skráning í STELLU-deildina fyrir sumarið 2020 hefst þann 18. maí klukkan 12:00 og lýkur þann 23. maí klukkan 12:00. Þátttökugjald er 20.000 kr fyrir hvert lið.

Skráning í STELLU deildina er á eftirfarandi slóð: https://goo.gl/forms/ZdIQzmB12WR6unkI3