Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

U12 sveitir GM með flottan árangur á Íslandsmóti golfklúbba

28.08.2023
U12 sveitir GM með flottan árangur á Íslandsmóti golfklúbba

Alls kepptu fimm sveitir á vegum Golfklúbbs Mosfellsbæjar um helgina í flokki 12 ára og yngri. Keppt var í GKG Mýri, GK Sveinskotsvelli og GR Landið á 3 keppnisdögum.

Keppt var í 6 deildum og átti GM sveitir í öllum deildum nema einni og var árangur GM þessi:

1. sæti í bláu deildinni
2. sæti í grænu deildinni
3. sæti í hvítu deildinni
4. sæti í gráu og rauðu deildinni

Grillveisla var haldin daginn fyrir mót en liðsheildin var því mjög góð á meðan móti stóð. Mikla takta var að sjá hjá þessum ungu kylfingum og er ljóst að framtíðin er björt hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Myndir: