Mosfellsbær, Ísland

UMGENGNI VALLARSVÆÐA

21.05.2019
UMGENGNI VALLARSVÆÐA

Sumarið fer vel af stað á vallarsvæðum GM en þó hefur borið á virðingarleysi við vallarstarfsmenn þegar þeir eru við störf. Þá má helst nefna að slegið sé í átt að vallarstarfsmönnum, sem setur starfsmenn í mikla hættu. Því viljum við taka af allan vafa um það að vallarstarfsmenn séu í rétti og skulu kylfingar bíða þar til vallarstarfsmenn hafa lokið vinnu og farnir úr höggfæri. Á þetta við í öllum tilfellum.

Kylfingar skulu kynna sér vallarreglur GM hér:

https://golfmos.is/reglur