Mosfellsbær, Ísland

ÚRSLIT ÍSLANDSBANKAMÓTARAÐARINNAR - MARÍA Í 2. SÆTI

27.08.2018
ÚRSLIT ÍSLANDSBANKAMÓTARAÐARINNAR - MARÍA Í 2. SÆTI

Síðasta mót Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram á Leirdalsvelli um helgina. María Eir Guðjónsdóttir hafnaði í 2. sæti mótsins í flokki 14 ára og yngri stúlkna og Kristín Sól Guðmundsdóttir hafnaði í 3. sæti í flokki 15-16 ára stúlkna.

Að mótinu loknu lá fyrir hvernig stigalisti Íslandsbankamótaraðarinnar endaði, en alls voru 5 mót á keppnistímabilinu.

Kylfingar GM stóðu sig vel á mótaröðinni líkt og undanfarin ár. Þar af voru nokkrir kylfingar í 10 efstu sætunum á stigalistum síns flokks.

Hér má sjá kylfinga GM sem enduðu í efstu 10 sætunum á stigalistunum:

17-18 ára drengir

Kristófer Karl Karlsson 3. sæti

Sverrir Haraldsson 4. sæti

Ragnar Már Ríkarðsson 6. sæti

15-16 ára kvk

Margrét K Olgeirsdóttir Ralston 9. sæti

Kristín Sól Guðmundsdóttir 10. Sæti

14 ára og yngri kvk

María Eir Guðjónsdóttir 3. sæti

Katrín Sól Davíðsdóttir 6. sæti

14 ára og yngri kk

Tristan Snær Viðarsson 9. sæti