Mosfellsbær, Ísland

ÚRSLIT ÚR MINNINGARMÓTI GM 2018

15.09.2018
ÚRSLIT ÚR MINNINGARMÓTI GM 2018

Minningamót GM fór fram í dag, laugardaginn 15. september í flottum aðstæðum á Hlíðavelli. Mótið var haldið til minningar um fallna félaga GM í gegnum árin. Að móti loknu var keppendum boðið upp á súpu og brauð á BLIK Bistro.

Leikfyrirkomulagið var punktakeppni en einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor án forgjafar og nándarverðlaun á par 3 holum vallarins.

Úrslitin urðu eftirfarandi:

Punktakeppni

1. sæti - Andrea Jónsdóttir á 40 punktum - 30.000 kr inneign í Erninum golfverslun og Kárabikarinn

- Kárabikarinn er gripur til minningar um Kára Örn Hinriksson og var gefinn af fjölskyldu Kára.

2. sæti - Berglind Helgadóttir á 38 punktum - 20.000 kr inneign í Erninum golfverslun

3. sæti - Ásmundur Pálsson á 34 punktum - Brunch fyrir 2 á Nauthól og 5.000 kr gjafabréf á Hard Rock veitingahús

Höggleikur

1. sæti - Davíð Gunnlaugsson á 73 höggum - 30.000 kr inneign á Apótek og Skúlabikarinn

- Skúlabikarinn var gefinn af fjölskyldu og vinum Skúla Skúlasonar til minningar um hann.

Nándarverðlaun

3. braut - Kristín Inga Guðmundsdóttir - 6,08 cm frá holu - 10.000 kr gjafabréf á Tapas barinn

7. braut - Þórhallur G Kristvinsson - 1,52 cm - 10.000 kr gjafabréf á Apótek og Svavarsbikarinn

- Svavarsbikarinn er til minningar um Svavar Kristinsson. Svavarsbikarinn var gefinn af félögum Svavars úr félagsskapnum ÞÞÞ. Svavar fór á sínum tíma holu í höggi á þessari braut.

15. braut - Berglind Helgadóttir - 1,18 cm frá holu - 10.000 kr gjafabréf á Sushi Social og Emilsbikarinn

- Emilsbikarinn er til minningar um Emil Brynjar Karlsson og var gefinn af fjölskyldu Emils. Á 15. braut má einnig finna bekk til minningar um Emil.

18. braut - Erlingur Arthúrsson - 2,38 cm frá holu - 10.000 kr gjafabréf á Sæta svínið


Frá vinstri: Þórhallur G Kristvinsson með Svavarsbikarinn, Davíð Gunnlaugsson með Skúlabikarinn, Andrea Jónsdóttir með Kárabikarinn og Berglind Helgadóttir með Emilsbikarinn.

Allur ágóði mótsins fór í barna, unglinga og afreksstarf GM.