Mosfellsbær, Ísland

VITAgolf miðvikudagsmótaröðin breytist í september

07.09.2020
VITAgolf miðvikudagsmótaröðin breytist í september

Ágætu GM félagar.

Í ljósi þess að nú er daginn farinn að stytta talsvert og því erfiðara að koma fyrir 18 holum eftir vinnu, þá ætlum við að færa VITAgolf mótaröðina, sem er núna spiluð á miðvikudögum yfir á sunnudaga. Það eru eftir fjögur mót þetta sumarið og vonandi geta þá fleiri kylfingar tekið þátt og átt möguleika á þessum glæsilegu verðlaunum :)