Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Vetrargolf á Hlíðavelli

01.11.2023
Vetrargolf á Hlíðavelli

Það er ennþá hægt að spila golf á Hlíðavelli. Líkt og ávallt þá höfum við opnað vetrarvöllinn okkar.

Hann er á fyrri níu holum vallarins.

Rástímaskráning er opin í golfboxinu.

Vinsamlegast athugið að það eru engir teigar á vellinum. Er það gert til þess að dreifa álagi betur og reyna að minnka það að svæði skemmist mikið í vetur. Þið ráðið því hvar þið byrjið næstu holu, (það er óheimilt á fara inn á teigana) og getið þið haft völlinn mismundandi.

Það eru mottur við golfskálann og það er skylda að vera með mottu út á velli, alveg sama hvaðan er slegið.