Mosfellsbær, Ísland

VIÐHALD Á FLÖTUM HLÍÐAVALLAR

28.05.2020
VIÐHALD Á FLÖTUM HLÍÐAVALLAR

Þriðjudaginn 2. júní munu flatirnar á Hlíðavelli verða létt gataðir, ásamt því að sáð verður í þær og þær að lokum sandaðar. Þetta er aðgerð sem er nauðsynleg og mun hjálpa okkur í að halda flötunum góðum og heilbrigðum ásamt því að bæta þau svæði sem bæta þarf. Mun þessi vinna taka stóran hluta dagsins og biðjum við kylfinga um að sýna vallarstarfsmönnunum okkar tillitsemi þannig að vinnan gangi hratt og örugglega. Kylfingar munu finna aðeins fyrir því á flötunum að þessi vinna hefur átt sér stað en það ætti bara að vara í ca 2 - 3 daga.