Mosfellsbær, Ísland
Þriðjudagur 9°C - 2 m/s

ÚRSLIT 1. MAÍ MÓTS GM OG ECCO

01.05.2018
ÚRSLIT 1. MAÍ MÓTS GM OG ECCO

Hlíðavöllur opnaði inn á sumarflatir fyrir alla kylfinga í dag með árlegu 1. maí móti. Veðrið var ekki eins best var á kosið en þrátt fyrir það mættu 180 kylfingar til leiks. Leikur hófst kl. 7:30 og var ræst út til 16:00. Við þökkum fyrir frábært mót, en vilji og gleði einkenndi leik keppenda í dag.

Úrslit voru eins og hér segir:

Lægsta skor: Daníel Hilmarsson 69 högg

1.sæti punktakeppni: Magnús Stefánsson 37 (fleiri punktar á seinni 9)

2.sæti punktakeppni: María Eir Guðjónsdóttir 37

3.sæti punktakeppni: Ragnar Már Ríkarðsson 36


Næst/ur holu á 3. braut: Daníel Hilmarsson – 150 cm

Næst/ur holu á 7. braut: Þorbjörn Guðjónsson – 183 cm

Næst/ur holu á 15. braut: Guðjón Ólafsson – 199 cm

Næst/ur holu á 18. braut: Daníel Hilmarsson – 81 cm

Keppendur geta nálgast verðlaunin sín í Kletti eftir hádegi á morgun, 2. maí.