Golf Mosfellsbær
Mosfellsbær, Ísland

Ingi og Kristófer tryggðu sér þátttökurétt á Nordic mótaröðinni

12.10.2023
Ingi og Kristófer tryggðu sér þátttökurétt á Nordic mótaröðinni

Ingi Þór Ólafson og Kristófer Karl Karlsson unnu sér inn þátttökurétt á Nordic mótaröðinni fyrir næsta tímabil. Fyrsta stigið fór fram í Danmörku og fóru þeir örugglega í gegn (sjá frétt).

Lokastigið fór fram á Rya golfvellinum í Svíþjóð 11.-12. október og var mjög hvasst seinni daginn og skorin eftir því. Ingi Þór Ólafson lék hringina tvo á 69 og 74 höggum og samtals +3 í 8. sæti. Kristófer Karl Karlsson lék hringina tvo á 74 og 70 höggum eða +4 í 11. sæti.

Efstu 31 kylfingarnir öðluðust Category 7 þátttökurétt á Nordic mótaröðinni fyrir næsta tímabil og var því árangur okkar kylfinga vel innan marka fyrir þátttökuréttinn.

Við óskum Inga og Kristófer innilega til hamingju með frábært golf síðustu 2 vikur og gaman verður að fylgjast með þeim á mótaröðinni!

Fjórir aðrir Íslendingar tóku þátt í lokastiginu:
33. sæti Hlynur Bergsson
52. sæti Logi Sigurðsson og Aron Emil Gunnarsson
62. sæti Jóhann Frank Halldórsson

Sjá lokastöðuna í lokastiginu