STAÐAREGLUR GM

Hlíðavöllur

Staðarreglur Hlíðavallar 2025


1. Vallarmörk.

Völlurinn er afmarkaður með girðingum, hvítum hælum eða hvítum línum þar sem það er til staðar. En auk þess er innri kantur malbikaðs göngustígs sjávarmegin við völlinn meðfram 5., 8., 13., 12. og 16. braut vallarmörk, þar sem hvítar línur eru ekki til staðar.

Á sumum brautum hafa hvítir hælar verið settir til að auðvelda mönnum að sjá úr fjarlægð að þar séu vallarmörk. Þessir hælar eru allir utan vallar, nema í kringum æfingarsvæði vallarins og áhaldahús, þ.e. vinstra megin við 11. Braut, 18. Braut og hluta af 10. Braut, en þar marka hælarnir völlinn.


2. Vítasvæði.

Öll vítasvæði vallarins eru merkt með rauðu og skulu lausnir teknar skv. reglu 17. Mörk vítasvæðis er slátturlína, en þar sem slík slátturlína er ekki fyrir hendi þá er það rauð strik á jörðinni eða rauðir hælar. Leiki vafi á því hvoru megin slátturlínu bolti leikmanns sé, skal það túlkað leikmanninum í hag.


3. Hindranir 

Bönd og staurar/hælar sem notaðir eru á vellinum til að stýra umferð, jarðfastir steinar á almenna svæðinu, þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar, fjarlægarmerkingar/-hælar og gervigras á vellinum eru óhreyfanlegar hindranir og skal taka lausn frá þeim skv. reglu 16.1. Rauðir og bláir hælar eru hreyfanlegar hindranir en þá skal setja aftur á sinn stað séu þeir fjarlægðir á meðan högg er leikið. 


4. Bætt lega

Þegar bolti leikmanns liggur innan almenna svæðisins og þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar má leikmaður taka vítalausa lausn einu sinni áður en högg er slegið með því að leggja upphaflega boltann eða annan bolta innan einnar kylfulengdar frá þeim stað sem hann stöðvaðist upphaflega á.


Víti fyrir brot á staðarreglu: Almennt víti.


Tímabundnar staðarreglur Hlíðarvallar, gilda frá 1. maí 2025 og þar til nánar verður ákveðið:


1. Rask eftir framkvæmdir


Samskeyti nýlagðs torfs hvar sem er á vellinum eru óeðlilegar vallaraðstæður skv. reglu 16 og fær leikmaður vítalausa lausn frá samskeytum ef bolti hans liggur á þeim eða samskeytin trufla sveiflusvið hans. Hins vegar fær leikmaður ekki lausn frá samskeytum ef eina truflunin er að leikmaður þurfi að standa á samskeytunum við leik bolta síns.


Smá drenskurðir á og við 16. braut eru óeðlilegar vallaraðstæður skv. reglu 16 og fær leikmaður vítalausa lausn frá þeim ef bolti leikmanns liggur í þeim eða þannig að leikmaður þurfi að standa á skurðinum.


Stöðvist bolti leikmanns á ógrónu svæði í námunda við 4. flöt má leikmaður án vítis merkja bolta sinn lyfta honum og leggja hann á næsta gróna svæði og leika honum þaðan.

Bakkakot

Staðarreglur Bakkakots 2025


1. Vallarmörk.

Völlurinn er afmarkaður með hvítum hælum, griðingastaurum, eða hvítum línum þar sem það er til staðar.


2. Vítasvæði

Öll vítasvæði vallarins eru merktar með rauðu og skulu lausnir frá þeim teknar skv. reglu 17. Mörk vítasvæðis er slátturlína, en þar sem slík slátturlína er ekki fyrir hendi þá er það rauð strik á jörðinni eða rauðir hælar. Leiki vafi á því hvoru megin slátturlínu bolti leikmanns sé, skal það túlkað leikmanninum í hag.


3. Hindranir

Bönd og staurar/hælar sem notaðir eru á vellinum til að stýra umferð, jarðfastir steinar á almenna svæðinu, þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar, fjarlægarmerkingar/-hælar og gervigras á vellinum eru óhreyfanlegar hindranir og skal taka lausn frá þeim skv. reglu 16.1. Rauðir og bláir hælar eru hreyfanlegar hindranir en þá skal setja aftur á sinn stað séu þeir fjarlægðir á meðan högg er leikið. 


4. Bætt lega

Þegar bolti leikmanns liggur innan almenna svæðisins og þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar má leikmaður taka vítalausa lausn einu sinni áður en högg er slegið með því að leggja upphaflega boltann eða annan bolta innan einnar kylfulengdar frá þeim stað sem hann stöðvaðist upphaflega á.


5. Fallreitir

Fimm fallreitir eru á vellinum:

Stöðvist bolti leikmanns á veginum fyrir ofan 1. eða 3. flöt má leikmaður leika bolta sínum eins og hann liggur, taka lausn skv. reglu 16 eða sem valkost, láta upphaflega boltann eða annan bolta falla á falleit sem staðsettur er hægra megin við flötina á 1. braut en vinstra meginn við flötina á 3. braut.

Stöðvist bolti leikmanns innan vítasvæðisins fyrir framan flötina á 6. braut, eða á göngustíg sem liggur meðfram vítasvæðinu má leikmaður leika boltanum eins og hann liggur, taka lausn skv. reglu 16, ef hann stöðvaðist á veginum, en reglu 17. ef hann stöðvast í vítasvæðinu eða sem valkost láta upphaflega boltann eða annan bolta falla á fallreit sem staðsettur er áður en komið er að 6. flöt. Ef boltinn var í vítasvæðinu er þessi lausn gegn einu höggi í víti, en vítalaust ef hann var á veginum.

Stöðvist bolti leikmanns á 9. braut innan vítasvæðisins sem þar er má leikmaður leika boltanum eins og hann liggur, taka lausn skv. 17. reglu gegn einu höggi í víti eða sem valkost láta upphaflega boltann eða annan bolta falla á annan hvorn tveggja fallreita en annar þeirra er staðsettur rétt áður en komið er að 9. flöt en hinn er staðsettur á milli teigs og flatar á því svæði sem flötin er staðsett á.


Víti fyrir brot á staðarreglu: Almennt víti.


Tímabundnar staðarreglur Bakkakotsvallar, gilda frá 1. maí 2025 og þar til nánar verður ákveðið:


1. Rask eftir framkvæmdir

Samskeyti nýlagðs torfs hvar sem er á vellinum eru óeðlilegar vallaraðstæður skv. reglu 16 og fær leikmaður vítalausa lausn frá samskeytum ef bolti hans liggur á þeim eða samskeytin trufla sveiflusvið hans. Hins vegar fær leikmaður ekki lausn frá samskeytum ef eina truflunin er að leikmaður þurfi að standa á samskeytunum við leik bolta síns.

Eftir Dagur Ebenezersson 19. maí 2025
Berglind Erla sigraði á fyrsta vormóti sumarsins
Eftir Ágúst Jensson 15. maí 2025
Skráning í VIKING deildina og Titleistl holukeppnina.
Eftir Ágúst Jensson 24. apríl 2025
Ágætu GM félagar. Gleðilegt sumar :) Það er gaman að geta sagt frá því í tilefni sumardagsins fyrsta að við ætlum að opna Hlíðavöll og Bakkakot á næstu dögum. Næstkomandi sunnudag 27. apríl verður hinn árlegi vinnudagur á Hlíðavelli og ætlum við að hefjast handa kl. 10:00. Við hvetjum sem flest ykkar til þess að mæta og hjálpa okkur að standsetja völlinn fyrir opnun. Það hefur verið frábær mæting undanfarin ár og við vonum að svo verði einnig í ár. Að loknum vinnudegi eða upp úr kl. 13:30 fá svo þau ykkar sem tóku þátt í honum forskot á sæluna og við ræsum út af öllum teigum eftir léttan hádegisverð. Hlíðavöllur opnar svo formlega mánudaginn 28. apríl. Bakkakotið opnar fimmtudaginn 1. maí og hlökkum við til að taka á móti öllum okkar kylfingum. Við vitum að þið eruð orðin spennt að komast út á golfvöll :) Við opnum fyrir rástímaskráningu á morgun föstudag kl. 14:00. Til að byrja með ætlum við að hafa rástímaskráninguna þannig að á virkum dögum spilast Hlíðavöllur sem tveir 9 holur vellir en um helgar verður hann 18 holur. Það er því þannig ( líkt og er ávallt hjá okkur á haustin) að ef þið ætlið að spila 18 holur á virkum degi þá þurfið þið að bóka ykkur á bæði fyrri og seinni 9. Er þetta gert þar sem reynslan hefur sýnt okkur að margir kylfingar spila bara 9 holur svona í byrjun sumars og því getum við bæði komið fleirum að og einnig dreifist umferðin betur á báðar lykkjurnar. Við vonum að þið takið vel í þetta hjá okkur. Við stefnum á að hafa fyrirkomulagið svona fyrstu 2 - 4 vikurnar. VIð viljum sjá hvernig þetta gengur hjá okkur og yrðum ykkur þakklát fyrir að láta okkur vita hvort þið séuð sátt við þetta fyrirkomulag eða ekki :) Til að byrja með verður okkar vellir eingöngu opnir fyrir meðlimi Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudaginn :)
Eftir Ágúst Jensson 1. apríl 2025
Veðrið hefur verið okkur ansi hliðhollt undanfarna daga. Nokkuð er síðan að borið var á flatir og þær sandaðar. Nú í dag var svo farið af stað og byrjað að slá flatirnar á Hlíðavelli. Það er ekki oft sem við förum svona snemma af stað með sláttinn þannig að þetta er bara spennandi :)
Eftir Ágúst Jensson 6. mars 2025
Kæru félagar GM 65+ SNILLINGAR GANGA SANNARLEGA INN Í NÝTT GOLFÁR MEÐ FÖGNUÐ Í HJARTA.
Eftir Ágúst Jensson 3. mars 2025
Á laugardaginn fór fram frumraun Golfsixes hér á landi og var það haldið sem innanfélagsmót á neðri hæð Kletts í golfhermaaðstöðu okkar. Golfsixes er golfmót fyrir byrjendur og þá sem eru að hefja keppnisferilinn sinn og er það á vegum R&A.
Eftir Ágúst Jensson 25. febrúar 2025
Við minnum á að ganga þarf frá greiðslu árgjalda í GM fyrir 28. febrúar næstkomandi.
Eftir Ágúst Jensson 10. febrúar 2025
Landsliðshópur Golfsambands Íslands var um helgina í æfingabúðum og tóku þau meðan annars golfæfingu í Fellinu í Varmá líkt og síðustu vetra. Yfir vetrartímabilið eru nokkrar landsliðshelgar þar sem er prógram fyrir kylfingana í formi mælinga, æfinga, fyrirlestra og fleira. Ólafur Loftsson landsliðsþjálfari sér um að skipuleggja þessar helgar en einnig er farið í eina æfingaferð á ári hverju þar sem þjálfarar koma með og var farið til Spánar í ár á La Finca.
7. febrúar 2025
Birkir Már Birgisson er nýr vallastjóri Hlíðavallar og mun hann hefja störf þann 1. apríl næstkomandi.
7. febrúar 2025
Felix Starke sem hefur verið hjá okkur undanfarin fimm ár hefur ákveðið að flytja aftur heim til Þýskalands.